AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kröfugerð í mótun - markmið skýr!

SGSFramkvæmdastjórn SGS og formenn aðildarfélaga sambandsins, annarra en flóafélaganna komu saman til fundar í dag og gengu frá meginmarkmiðum samninganefndar SGS, þ.e. landsbyggðarfélaganna, vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins.

Fyrir fundinn höfðu félögin m.a. lagt fram áhersluatriði sinna félagsmanna og studdist AFL þar við niðurstöður viðhorfskönnunar sem fram hefur farið á fjölmörgum vinnustöðum á félagssvæðinu síðustu vikurnar.

Formenn félaganna skipa samninganefnd sambandsins og á fundinum í dag var einnig valin sérstök viðræðunefnd úr hópi formanna til að leiða viðræðurnar.

Kristján Gunnarsson, formaður SGS verður formaður samninga- og viðræðunefndarinnar, auk þess sem Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri SGS mun starfa náið með nefndinni.

Flóafélögin, Efling, Hlíf og VSFK, hafa valið Sigurð Bessason formann Eflingar sem formann viðræðu- og samninganefndar flóafélaganna, en þau og landsbyggðarfélög SGS munu hafa með sér náið samhliða samstarf og samráð í viðræðunum við SA.

Sameiginlega nefnd landsbyggðarfélaga og flóans skipa Kristján Gunnarsson, formaður SGS, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar.

Í viðræðunefnd á m.a. sæti Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs.

Samkvæmt viðræðuáætlun SGS við SA, er gert ráð fyrir að kröfugerð SGS verði fullmótuð um miðjan nóvember. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi