AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fundað með ALCOA

Fulltrúar AFLs og trúnaðarmenn hjá ALCOA Fjarðaál ásamt fulltrúum Rafiðnaðarsambands Íslands og trúnaðarmönnum héldu fund með forsvarsmönnum ALCOA Fjarðaál í gær þar sem farið var yfir uppsagnir tveggja starfsmanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu.

Tómas Sigurðsson, forstjóri ALCOA, skýrði þar frá því að verklagsreglum fyrirtækisins hafi ekki verið fylgt og kynnti nýjar og endurbættar reglur varðandi „frammistöðuvanda" starfsmanna.

Fulltrúar AFLs og RSÍ skýrðu sjónarmið félaganna og starfsmanna og að uppsagnirnar og það hvernig að þeim var staðið hefði skapað óöryggi á vinnustað. Báðir aðilar lýstu vonum til að traust og trúnaður milli fyrirtækisins og starfsmanna og félaganna kæmist á að nýju.

Þeir starfsmenn sem sagt var upp eru báðir félagar í AFLi. Lögmaður félagsins mun ræða við starfsmennina og fara yfir mál þeirra og kanna.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi