AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL og RSÍ. Vinnustaðafundir hjá ALCOA

Fulltrúar AFLs og RSÍ hefja í dag röð vinnustaðafunda með starfsmönnum ALCOA. Fyrsti fundurinn verður í dag kl. 15:00 þar sem fundað verður með dagvinnufólki en síðan verður haldinn fundur með starfsfólki C vaktar kl. 19:00 og A vaktar kl. 20:00. Fundunum verður framhaldið eftir helgi og þá fundað með starfsmönnum B og D vaktar.

Dagskrá fundanna hefur verið auglýst og er á þessa leið:
   1. Staða mála við leiðréttingar á launum og tímaskrift vakta.
   2. Uppsagnir starfsmanna.
   3. Kosningar trúnaðarmanns iðnaðarmanna - járniðnað. 
   4. Önnur mál.