AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Góðir vinnustaðafundir

Fulltrúar AFLs og RSÍ mættu á þrjá vinnustaðafundi með starfsmönnum ALCOA Fjarðaáls í gær. Trúnaðarmenn félaganna auglýstu fundina, sem verða 5 í allt. Í gær voru fundir með dagvinnufólki, A vakt og C vakt og alls sóttu tæplega 100 starfsmenn þá. Iðnaðarmenn hjá Alcoa

Tvö meginmál voru til umfjöllunar á fundunum - þ.e. laun og erfiðleikar sem fyrirtækið hefur átt við að etja við að koma launafærslum í rétt horf og síðan uppsagnir starfsmanna að undanförnu - sem m.a. hafa orðið fréttaefni í fjölmiðlum.

Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að koma launaútreikningi í rétt horf og margir ýmist skilja ekki launaseðla og tímaskrift eða telji sig eiga inni leiðréttingar og þrátt fyrir að fyrst núna hilli undir mötuneytisaðstöðu, mátti skilja hjá fundarmönnum mikinn velvilja til fyrirtækisins og jákvætt viðhorf.

Umræddar uppsagnir hafa komið nokkurri umræðu af stað meðal starfsmanna en fyrkrtækið hefur endurskoðað verklagsreglur við uppsagnir og voru nokkur atriði þeirra kynnt á fundinum - þ.á.m. aðkomu trúnaðarmanna starfsmanna.

Fundirnir voru vel heppnaðir og urðu fjörugar umræður um ýmis atriði.