Góður dagur í dag: Starfsendurhæfing tekur til starfa
Stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands verður haldinn 14. nóvember kl. 14:00 í Safnaðarheimilinu Reyðarfirði. Meðal stofnaðila eru AFL, Verslunarmannafélag Austurlands, HSA, VMS, framhaldsskólar, ÞNA, og flest sveitarfélög á svæðinu og lífeyrissjóðsins Stapa.
Dagskrá fundarins er sem hér segir
Stofnfundur
Starfsendurhæfingar Austurlands
14. nóv. 2007 Safnaðarheimilinu Reyðarfirði kl. 14:00
Dagskrá
1. Skýrsla Undirbúningsstjórnar.
2. Stofnskrá til afgreiðslu.
3. Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.
4. Kosning til stjórnar
5. Kosning endurskoðenda.
6. Önnur mál.
Fundarstjóri Jónas Jóhannesson
Fundarritari Ragna Hreinsdóttir