AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Starfsendurhæfing Austurlands

Glæsilegur stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði í dagAf fundi Starfsendurhæfingar Austurlands. Á fundinum var stofnskrá samþykkt og fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. Reiknað er með að 20 einstaklingar verði í fyrsta hóp sem nýtur starfsendurhæfingar á vegum hinnar nýstofnuðu sjálfseignarstofnunar.

Nýráðinn forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands, Erla Jónsdóttir, var kynnt fyrir fundarmönnum og fór hún yfir verkefni næstu vikna - en undirbúningur stendur nú yfir í samráði við m.a. heilbrigðisstéttir og mennta-og fræðslustofnanir.

Í stjórn Starfsendurhæfingar Austurlands voru kjörin Anna Guðný Árnadóttir, Fljótsdalshéraði,  Eyjólfur Guðmundsson, skólastjóri Hornafirði, Helga Jónsdóttir, Fjarðabyggð, Sverrir Albertsson, AFLi, Þórarinn Baldursson, læknir Reyðarfirði. Í varastjórn þau Björn Hafþór Guðmundsson, Djúpavogi, Jón Kristján Rögnvaldsson, Hornafirði, Kristín Björnsdóttir, VfA, Ólafur Sigurðsson, Seyðisfirð, Þorsteinn Steinsson, Vopnafirði.

Starfsendurhæfing Austurlands hefur fengið húsnæði til bráðabirgða hjá Þekkingarneti Austurlands, Vonarlandi á Egilsstöðum.

Á myndinni eru þeir Þorsteinn Steinsson, Vopnafirði, Eyjólfur Guðmundsson, Hornafirði og Þórarinn Baldursson, Reyðarfirði, að fjalla um fjárhagsáætlunina. Mynd: Valborg