AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Siðfræðnámskeið Vopnafirði

Námskeiðið "Siðfræði á vinnustað" var haldið í gærkvöldi í sal AFLs að Lónabraut 4.Siðfræði á vinnustað Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar því að á sjötta tug þátttakendur skráðu sig á námskeiðið. Vinna setti hinsvegar strik í reikninginn og vegna síldarfrystingar duttu út 20 manns. Eftir voru þá 34 sem tóku virkan þátt í námskeiðinu og voru menn almennt mjög ánægðir með það. Leiðbeinandinn Björn Hafberg, hélt mönnum vel við efnið með lifandi og skemmtilegri framsetningu á námsefninu og sá tími sem því var skammtaður var fljótur að líða.