AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Tillögur málþings -sagan varðveitt

Málþing það er AFL stóð fyrir sagafelagannasl. laugardag um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi var fámennt enda hamlaði veður för af suðurfjörðum og eins voru Vopnfirðingar og Héraðsbúar forfallaðir vegna annarra atburða. Á málþingið mættu 12 gestir og þar á meðal Smári Geirsson, sem skrifað hefur sögu Verkalýðsfélags Norðfjarðar og Gísli Sverrir Árnason, sem skrifaði sögu "Hafnarverkalýðs" eða sögu verkalýðsfélaganna á Höfn í Hornafirði.

Málþingið fór fram eftir dagskrá;

1. Setning – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs

2. Hvað er til? Smári Geirsson / Gísli Sverrir Árnason

3. Verkefnið _ Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs

4. Skipt í vinnuhópa - umræður

5. Pallborðsumræður og hugmyndir vinnuhópa kynntar

6. Valinn _umsjónarmaður_ verkefnis7. Skipaðir _faghópar_8. Umræður

Að þinginu loknu var tekin saman tillaga er lögð verður fyrir stjórn félagsins í desember en í tillögunni eru útfærðar hugmyndir að varðveislu gagna og heimilda og ekki síður samtímaheimilda en þeirra eldri. Jafnframt komu fram hugmyndir að myndun áhugahópa og faghópa er fjallað gætu um einstaka atburði eða staði og að félagið opnaði sérstaka vefsíðu fyrir áhugafólk þar sem það gæti borið saman bækur sínar.

Gestir málþingsins voru: Sverrir Albertsson, AFLi, Finnur Þorsteinsson, IMA, Gyða Vigfúsdóttir, AFLi, Skúli Hannesson, AFLi, Hallsteinn Friðþjófsson, fyrrv. form. Fram á  Seyðisfirði, Jón Ingi Sigurbjörnsson, ME, Gísli Sverrir Árnason, Reykjavík, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFLi, Ásta Steingerður Geirsdóttir, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags Borgarfjarðar, Stella B. Steinþórsdóttir, AFLi, Smári Geirsson, Neskaupstað.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi