Kynningum á Vopnafirði lokið
Formaður AFLs og framkvæmdastjóri héldu tvo kynningarfundi á Vopnafirði í gær.Í hádeginu var fundað í kaffistofu HB Granda og kl. 18 var almennur fundur í húsi félagsins að Lónabraut.
Báðir fundirnir voru vel sóttir en unnið er á fullu við frystingu á loðnu og lágu skip með alls um 2.000 tonn við bryggju. Það mun að líkindum taka helgina að vinna úr þeim skipum en þá tekur við óvissa í kjölfar loðnustoppsins.
Nýgerðir kjarasamningar fengu almennt góðar viðtökur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar þóttu rýrar í roði. Hækkun persónuafsláttar þykja litlar eftir kyrrstöðu síðustu ára og koma seint. Ennfremur virðist sem fólk hafi litla trú á lækkun tolla og vörugjalda og telji að þær lækkanir skili sér seint til neytenda.