Hverjir eru á kjörskrá:
Við vinnslur kjörskráa voru viðhafðar eftirfarandi vinnureglur:
Þar sem miklar breytingar voru á félagsmannaskrá s.l. ár var við vinnslu á kjörskrám takmörkuð við tímabilið 1. júlí – 31. desember 2007 í stað ársins alls og viðmiðið þar að leiðandi miðað við að greitt væri ½ lágmarksgjald eða 3000 krónur hefði skilað sér til félagsins.
Að viðkomandi starfi eftir þeim kjarasamningi sem greitt er atkvæði um.
Þeir sem uppfylla þessi skilyrði en hafa ekki fengið sendan atkvæðaseðil geta kært sig inn á kjörskrá með því að hafa samband við félagið og leggja fram launaseðla sem staðfesta greiðslur á þessu tímabili.
Hvernig kærir maður sig inn á kjörskrá:
Þeir sem ekki hafa fengið sendan kjörseðil geta kært sig inn á kjörskrá með eftirfarandi hætti:
Mæta þarf á skrifstofu félagsins og sýna fram á með launaseðlum að viðkomandi sé að vinna eftir þeim kjarasamningi sem hann óskar eftir að greiða atkvæði um og að hann hafi greitt að lágmarki kr. 3.000 í félagsgjald frá 1. Júlí 2007.
Hvernig kærir maður sig milli kjörskráa:
Þeir sem fengið hafa sendan kjörseðil vegna kjarasamnings sem þeir eru ekki að vinna eftir en eru að vinna eftir einhverjum þeim kjarasamningi sem greiða á atkvæði um geta kært sig milli kjörskráa, er það gert með sama hætti og að kæra sig inn á kjörskrá, en að auki skal viðkomandi afhenda þau kjörgögn sem hann hefur fengið send.