Samningar samþykktir um land allt
Nýgerðir kjarasamningar, sem undirritaðir voru 17. febrúar sl. voru staðfestir af í atkvæðagreiðslum víðast hvar um land í gær. Félagsmenn AFLs greiddu atkvæði um þrjá samninga, þ.e. samnin SGS og SA, samning LÍV og SA og samning Samiðnar og SA.
Kjörsókn var frá 25% - 40% hjá AFLi og hlutu samningarnir um 80% stuðning. Atkvæðagreiðslan var lögleg og teljast samningarnir því samþykktir af hálfu AFLs.
Kjörskrá AFLs var takmörkuð við aðild síðustu sex mánuði og lágmarksiðgjald að upphæð 3.000,-