Gæðastaðlar - Starfsfólk AFLs
Elías G. Magnússon, forstöðumaður Kjarasviðs VR, var leiðbeinandi á námskeiði AFLs sl. Fimmtudag. Námskeiðið sem ætlað var starfsfólki félagsins fjallaði um gæðastaðla og verkferla.
AFL Starfsgreinafélag hefur unnið að samræmingu vinnubragða og vinnuferla frá því stofnfélögin þrjú sameinuðust í apríl 2007. Sem liður í því hefur nýtt tölvu-og símakerfi verið tekið í notkun og nú er í undirbúningi að færa verkferla í samræmt horf og setja gæðastaðla m.a. vegna meðhöndlunar persónuupplýsinga og málefna sem varða réttindi félagsmanna AFLs.
Á námskeiðinu kynnti Elías vinnubrögð VR í ýmsum málum og þá ferla og mælingar á árangri er félagið notar.