Bræðslumenn funda
Trúnaðarmenn Fiskimjölsverksmiðja á félagssvæði AFLs munu koma saman á Egilsstöðum í dag og fara yfir stöðu samningamála. Kjarasamningur bræðslumanna var laus um áramót og hafa viðræður staðið síðan í desember við SA í samfloti við Drífanda, stéttarfélag í Vestmannaeyjum.
Veruleg uppstokkun var gerð á kjörum starfsmanna fiskimjölsverksmiðja sumarið 2006 og launakjör gerð gegnsærri - þ.e. ýmis álög lögð niður og færð inn í launataxta. Samninganefnd bræðslumanna gerði síðan í haust kröfu á leiðréttingar á nokkrum atriðum eftir þann samning og hafa verið haldnir nokkrir samningafundir.
Samkomulag hefur náðst um nokkur atriðið kröfugerðarinnar en ennþá eru atriði sem verulegur ágreiningur er um. Bræðsluformenn munu ákveða næstu skref á fundi sínum í dag.