AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Græðginni eru engin takmörk sett

Fyrirtæki á Austurlandi sem nýverið hóf að leigja starfsmenn sína út til annarra fyrirtækja án þess þó að vera skráð sem starfsmannaleiga heldur áfram að hirða húsaleigu af mönnunum - þó þeir búi á kostnað annars fyrirtækis.

Mennirnir sem um ræðir hófu störf eftir áramót hjá fyrirtæki sem sér þeim fyrir fæði og húsnæði og greiðir upphaflega fyrirtækinu "leigu" fyrir mennina. Starfsmennirnir eru síðan á lágmarkslaunataxta hjá upphaflega launagreiðanda sem og heldur áfram að innheimta húsaleigu - af húsnæði sem þessir starfsmenn hafa engin afnot af og enga þörf fyrir.

Þá voru flugfarseðlar innanlands dregnir af launum mannanna en þegar þeir voru ráðnir til starfa í Póllandi var þeim gert skiljanlegt að farseðla til Íslands mundu þeir þurfa að greiða en þeir vissu ekki að þeir væru að fara til starfa á Austfirði og þyrftu sjálfir að bera kostnað af því.

AFL Starfsgreinafélag hefur aðstoðað mennina við að skrifa uppsagnarbréf og hafa þau verið send. Lögmannsstöfu félagsins hefur verið falið að innheimta ofgreidda húsaleigu og flugfarseðla. 

Þegar Ragna Hreinsdóttir, yfirtrúnaðarmaður AFLs á Reyðarfirði, gerði athugasemdir við fyrirtækið og fór fram á að hætt yrði að innheimta húsaleigu - vísaði fyrirtækið því alfarið á bug og sagðist eigandi þess vera "mjög sanngjarn".

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi