Samningar í augsýn?
Samningafundir héldu áfram í húsi sáttasemjara í dag. Hjördís Þóra formaður AFLs leiddi fund samninganefndar SGS en Hjálmþór Bjarnason, formaður IMA sat fund samninganefndar Samiðnar.
SA lagði fram tilboð sitt vegna komandi samningstímabils og fjölluðu samninganefndir þessara landssambanda um þau - en auk þess voru fulltrúar Landssambands Íslenskra verslunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins og fulltrúar félaga með beina aðild á fundum í húsi Sáttasemjara. Á fundum dagsins var ekki tekin afstaða til tilboðs SA en áframhaldandi fundir boðaðir klukkan níu í dag þriðjudag. Á myndinni má sjá Hjördísi Þóru leiða samninganefnd SGS en með henni eru Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri SGS og Fjóla Pétursdóttir, lögmaður SGS.