SGS lýsir fullum stuðningi við bræðslumenn
Á fundi samninganefndar SGS í dag var lýst fullum stuðningi við starfsmenn fiskimjölsverksmiðja, en SA hefur krafist þess að kjarasamningur þeirra verði hluti heildarkjarasamnings - og var tilkynnt fyrir helgi að ekki yrði unnt að ganga frá heildarkjarasamningi við SGS fyrr en samningur við fiskimjölsverksmiðjur væri frágenginn.
Samninganefnd SGS ítrekaði á fundi sínum í dag sérstöðu starfsmanna fiskimjölsverksmiðja og bent var á að fleiri sambærilegir sérkjarasamningar væru í gildi án athugasemda. Samninganefnd SGS mun láta hótanir SA sem vind um eyru þjóta - og sýna fulla samstöðu með starfsmönnum fiskimjölsverksmiðja verði þörf á.