AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Bræðslusamningur á "ljóshraða"

Samkomulag náðist í deilu bræðslumanna við atvinnurekendur seint í gærkvöld þegar allt útlit var fyrir að fulltrúar SGS gengju af samningafundi þar sem SA hafði tilkynnt að ekki yrði gengið frá aðalkjarasamningi við aðildarfélög SGS nema starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum samþykktu að kjarasamningur þeirra yrði hluti aðalkjarasamnings aðila.

Samningar starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum hafði legið á borðum sáttasemjara nánast fullfrágenginn í 10 daga en viðræðum aðila var slitið í síðustu viku þegar SA krafðist þess að ákvæði um sératkvæðagreiðslu bræðslumanna yrði fellt út úr gildandi samning.

Aðilar hafa deilt um stöðu samningsins en bræðslumenn telja samninginn standa sjálfstætt sem kjarasamning með verkfallsrétt en atvinnurekendur hafa túlkað samninginn sem hluta aðalkjarasamnings og neitað að viðurkenna sérstöðu hans. Ákvæði um sératkvæðagreiðslu er talið styrkja stöðu bræðslumanna.

Samkomulagið sem náðist í gærkvöld var á þá leið að ákvæðið stæði óbreytt en AFL, Drífandi í Vestmannaeyjum og Verkalýðsfélag Akraness, myndu liðka fyrir gerð aðalkjarasamnings með því að kynna samninginn fyrir bræðslumönnum og láta fara fram atkvæðagreiðslur strax í dag. Starfsfólk AFLs, trúnaðarmenn og kjörstjórnarfólk áttu því í nógu að snúast í gærkvöld við að ganga frá kjörskrá, prenta atkvæðaseðla og undirbúa kosningar bræðslumanna.

Á AFLs svæðinu verða greidd atkvæði í fiskimjölsverksmiðjum á Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði og Vopnafirði.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar verða kynnt seinnipartinn á morgun eða annað kvöld - eða um leið og unnt verður að safna kjörgögnum á einn stað og telja.

Fari svo að samningur bræðslumanna verði felldur má telja ólíklegt að AFL gangi frá aðalkjarasamningi að svo stöddu.  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi