Ársfundur trúnaðarmanna: Undirbúningur á fullu
Undirbúningur fyrir ársfund trúnaðarmanna AFLs 2008 stendur nú sem hæst en búist er við um 80 trúnaðarmönnum félagsins á fundinn. Ársfundurinn verður haldinn á Höfn á Hornafirði að þessu sinni. Dagskráin verður sniðin að breyttum aðstæðum á vinnumarkaði og á félagssvæði félagsins.
Þemu ársfundarins verða "Trúnaðarmaðurinn og vinnufélaginn" og "Verkalýðshreyfingin: Ímynd og árangur."
Meðal þeirra sem þegar hafa staðfest komu sína er Gylfi Ingvarsson, trúnaðarmaður í álveri Alcan í Straumsvík.
Félagið mun bjóða upp á ferðir af öllu félagssvæðinu og lögð verður áhersla á góðan viðgjörning og skemmtun við hliðar fróðlegu og gefandi starfi ársfundarins. Trúnaðarmenn skrái sig á næstu skrifstofu eða hjá tengilið trúnaðarmanna AFLS á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.