Starfsendurhæfing: Komin í gang
Tíu einstaklingar hófu í gær formlega endurhæfingu á vegum Starfsendurhæfingar Austurlands en átta mánuðir eru síðan fyrst komu fram hugmyndir um stofnun StarfA. Erla Jónsdóttir er forstöðumaður StarfA.
Fyrsti hópurinn er á Héraði og Borgarfirði Eystri en stefnt er að næsti hópur hefji þátttöku í næsta mánuði og verður sá hópur staðsettur í Fjarðabyggð. Unnið er að kynningu á starfsseminni á Höfn og Djúpavogi og verður væntanlega boðið upp á endurhæfingu þar í haust.
Markmið StarfA er að endurhæfingin fari fram í heimabyggð að svo miklu leyti sem unnt er.