AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Starfsmenn ALCOA funda

Undirbúningur að stofnun Fulltrúaráðs starfsmanna ALCOA Fjarðaáls var haldinn í gær er um 20 kjörnir trúnaðarmenn, varatrúnaðarmenn, öryggistrúnaðarmenn og fulltrúar í samninganefnd starfsmanna, úr AFLi og Rafiðnaðarsambandi Íslands, héldu fund á Reyðarfirði.

Á fundinum var farið yfir ýmis álitamál er komið hafa upp milli fyrirtækisins og starfsmanna of AFLs/ RSÍ. Þá var kosin fimm manna stjórn til að fara með undirbúning að stofnun Fulltrúarráðsins. Í stjórn hlutu kjör:

Ásgeir Sigmarsson, trúnaðarmaður,

Þorsteinn Haraldsson, öryggistrúnaðarmaður,

Þorgeir Jónsson, samninganefnd Starfsmanna

Heimir Ólason, Rafiðnaðarsambandi Íslands+

Sverrir Albertsson, AFL Starfsgreinafélag

 Stjórn mun undirbúa stofnun Fulltrúaráðsins og semja drög að starfsreglum þess. Þá mun samninganefnd starfsmanna í samráði við trúnaðarmenn og félögin undirbúa viðræður við ALCOA en félögin hafa óskað eftir viðræðum um launalið og önnur atriði.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi