AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ríkisstjórnin er rúin trausti

,,Ríkisstjórnin er rúin trausti – við viljum nýjan grunn og  nýtt fólk strax," segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi Alþýðusambands Íslands, landssambanda og stéttarfélaga á Austurlandi í gærkvöld. Liðlega 60 manns sótti fundinn, sem haldinn var á Egilsstöðum og stóð langt fram eftir kvöldi.
GylfiGylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags voru frummælendur á fundinum en einnig sátu fundinn Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ, og Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.  Einnig Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ. Forystumenn innan FÍH sáu um tónlistaratriði.
Umræður voru fjörugar og var umræða um verðtryggingu og greiðslubyrði lána mest áberandi – einnig var fjallað um atvinnumál og atvinnuleysi og viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar.

Ályktun fundar stéttarfélaganna haldinn á Egilsstöðum 25. nóvember 2008 thumb_2008-11-25asi_fundur

  • Alþýðusamband Íslands krefst þess að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. Þar vegur þyngst að verja atvinnu fólksins og því verður að leggja allt kapp á að halda uppi atvinnustigi í landinu og stemma stigu við fólksflótta. Það er krafa okkar að stjórnvöld tryggi hér sama stöðugleika og sambærileg kjör á húsnæðislánum og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Leita verður leiða til að koma í veg fyrir að heimilin lendi í vítahring hárra vaxta og verðtryggingar.
  • Ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun - við viljum nýjan grunn og nýtt fólk strax. Fundurinn krefst þess að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins víki tafarlaust. Fundurinn krefst þess að skipuð verði óháð nefnd sérfræðinga til að kanna hvers vegna þjóðin er komin í þessa stöðu. Fundurinn bendir á að réttlætiskennd almennings er misboðið og krefst skýrra svara og upplýsinga án undanbragða og hroka.
  • Stjórnvöld verða að hafa pólitískan kjark til að taka nauðsynlegar ákvarðanir til framtíðar sem treysta stöðugleika og lækka verðbólgu. Endurskoðun kjarasamningsins frá febrúar sl. og samstarf við samtök opinberra starfsmanna um sameiginlega kjarastefnu til næstu ára er mikilvægt úrlausnarefni.Frá fundinum
  • Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir erfiðum verkefnum. Alþýðusamband Íslands og aðildarsamtök þess lýsa sig reiðubúin til að koma að því að endurreisnar-og uppbyggingarstarfi sem framundan er. Okkar áherslur eru einfaldar og skýrar. Við viljum byggja upp samfélag með fjölbreyttu atvinnulífi og góðri menntun fyrir alla. Við viljum byggja upp velferðarsamfélag að norrænni fyrirmynd.  Áfram Ísland

    Ályktun fundar stéttarfélaganna haldinn á Egilsstöðum 25. nóvember 2008, pdf

  www.austurglugginn.is

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi