Svör við spurningum um uppsagnir, gjaldþrot, atvinnuleysi, lífeyrissjóði ofl.
Vaxandi erfiðleikar í íslensku efnahagslífi og ágeng umræða um rekstrarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja hefur leitt til þess að fjöldi launafólks óttast nú um stöðu sína. Þá liggur fyrir að mörg fyrirtæki hafa að undanförnu verið að segja upp starfsfólki auk þess sem nokkuð hefur verið um stórar hópuppsagnir. Margar spurnigar brenna á fólki á þessum tímum. Hér er að finna upplýsingarit frá ASÍ þar sem reynt er að svara algengum spurningum. Tekið skal fram að ekki er um tæmandi upplýsingarit að ræða og hvetjum við fólk til að hafa samband ef það óskar frekari upplýsinga.