AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Góður árangur í innheimtumálum

Í gær féll dómur í Héraðsdómi Austurlands í máli er lögmenn AFLs Starfsgreinafélags höfðuðu fyrir hönd erlends félagsmanns. Með dómnum voru allar kröfur félagsins viðurkenndar og viðkomandi fyrirtæki dæmt til að greiða um 600.000 krónur auk álíka upphæðar í málskostnað.

Þessi dómur er sá síðasti í röð tuga innheimtu-og vinnuréttarmála er félagið hefur unnið fyrir dómsstólum síðuðustu ár. AFL hefur aðeins tapað einu máli síðustu ár og lögum  er varða viðkomandi málsatvik í því máli var breytt skömmu síðar þannig að sambærilegt mál myndi vinnast í dag.

AFL Starfsgreinafélag beitir ákveðnum verkferlum við innheimtu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og þrátt fyrir mikinn málafjölda síðustu ára hefur félagið ávalt boðið viðeigandi fyrirtækjum viðræður um málsatvik og sátt - sé þess nokkur kostur. Oft tekst að leysa mál þannig áður en til stefnu eða málaferla kemur - en sinni fyrirtæki ekki erindum félagsins fylgja lögmenn málum eftir.

 Lögmaður félagsins í því máli er vannst í gær var Eva Dís Pálmadóttir, Regula lögmannsstofu.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi