Yfirtrúnaðarmaður í ALCOA
Í gærkvöld var formlegur stofnfundur Fulltrúaráðs starfsmanna í álveri ALCOA Fjarðaáls á Reyðarfirði. Formenn AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands sátu fundinn ásamt starfsmönnum félaganna auk trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna.
Ingibjörg Hjaltadóttir, trúnaðarmaður í Kerskála, var kjörin yfirtrúnaðarmaður og lét Ásgeir Sigmarsson, trúnaðarmaður, sem verið hefur helsti talsmaður starfsfólks síðastliðið starf, af því starfi.
Á fundinum var fjallað um samningaviðræður um kjarasamning við ALCOA sem í bígerð eru og mun Ingibjörg leiða samninganefnd starfsfólks þar.
Þá voru á fundinum samþykktar starfsreglur trúnaðarráðs og verða þær kynntar hér á síðunni fljótlega. Auk þess kaus fundurinn þrjá fulltrúa til að endurskoða þær reglur og setja reglur um kjör trúnaðarmanna. Í þann starfshóp hlutu kjör Ingþór Stefánsson, Ingibjörg Hjaltadóttir og Vilborg Sigurðardóttir
Aðeins um helmingur fulltrúa í Fulltrúaráði sáu sér færi að mæta. Á myndinni eru frá vinstri: Ingibjörg Hjaltadóttir, nýkjörinn yfirtrúnaðarmaður, Jón Þór Björgvinsson, varatrúnaðarmaður, Heimir Ólason, trúnaðarmaður, Vilborg Sigurðardóttir, öryggistrúnaðarmaður, Ingþór Stefánsson, varaöryggistrúnaðarmaður, Gunnar Geir Kristjánsson, öryggistrúnaðarmaður, Jens Hjelm varatrúnaðarmaður, Sævar Örn Arngrímsson, trúnaðarmaður, Björn Magnússon, varaöryggistrúnaðarmaður, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Björn Ágúst Sigurjónsson, starfsmaður RSÍ, telur atkvæði.