Ekkert frí hjá stjórninni
Stjórnarfundir AFLs hefjast klukkan 16:00 og stefnt er að því að þeim ljúki um 18:30 - 19:00 en í gærkvöld eins og endranær gekk illa að halda þeirri áætlun. Fundinum lauk um 20:00 og hafði stjórnin þá fjallað um 14 mál á dagskrá, þar af þrjá kjarasamninga: Samning fyrir ríkisstarfsmenn sem nú er til afgreiðslu hjá félagsmönnum, samning við Bændasamtökin vegna starfsfólks á bændabýlum og stöðu samningamála hjá Sjómönnum.
Á myndinni eru frá hægri. Grétar Ólafsson, Vopnafirði, formaður Sjómannadeildar, Þorkell Kolbeins, Höfn, Hornafirði, Reynir Arnórsson, Djúpavogi, Eyðþór Guðmundsson, Egilsstöðum. Næst okkur til hægri er Kristján Magnússon, Vopnafirði, Jóna Járnbrá Jónsdóttir, Neskaupstað og loks sést í kollinn á Stefaníu Stefánsdóttur, Seyðisfirði. Formaður AFLs og varaformaður voru á fundinum en forðuðust linsu ljósmyndara.