AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fundað á suðurfjörðum

djlpivogur060608_0alexAleksandra Wójtowicz, pólskumælandi starfsmaður AFLs fór ásamt öðrum starfsmanni félagsins um Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog í dag og heimsótti vinnustaði. Hjá Vísi hf. á Djúpavogi var nægt hráefni og mikil vinna - svo og við beitingu. Þá var leikskólinn heimsóttur. Á Breiðdalsvík var í dag unnið við vinnslu tilbúinna fiskrétta.

djlpivogur060608_brnÁ leikskólanum á Djúpavogi hittum við fyrir fjölda barna og segir starfsfólk þar að skólinn sé undirmannaður og að ekki fáist fólk til starfa. Einhverjir starfsmenn hafa horfið til annarra starfa eða hafa uppi áform um það.

Börnin  létu það ekki á sig fá og sungu með leikskólakennaranum sem myndaðist ekki í þetta sinn.

Ferðin var farin meðal annars að áeggjan Reynis Arnórssonar, trúnaðarmanns hjá Vísi og stjórnarmanns í AFLi. Reynir er vel kunnur af störfum sínum fyrir verkalýðshreyfinguna, Slysavarnarfélagið  á staðnum og fleiru, og þykir mörgum aðkomumanni á Djúpavogi, innlendum sem erlendum, sem þangað sækir vinnu, betra en ekki að eiga Reyni að.

Hér slær Reynir á létta strengi og sæmir einn félagsmanna AFLs, pólska konu er nýlega er komin til starfa á Djúpavogi, merki AFLs og nælir því í peysu hennar við hátíðlega athöfn í matartíma hjá Vísi.djlpivogur060608_reynir

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi