AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinnuskólar sveitarfélaga.

Gerð hefur verið lausleg könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá sveitafélögum. Fram kemur að umtalsverður munur virðist vera þar á og  ekki virðast vera sömu viðmiðanir þegar þessi laun eru reiknuð.

Sem viðmiðunarkaup var tekinn launaflokkur 115, 1. þrep í kjarasamningi Launanefndar sveitafélaganna við SGS sem er lægsti flokkur sem notaður er hjá sveitarfélögunum.
Launatölur eru fengnar af heimasíðum sveitafélaganna og frá launafulltrúum þeirra sem ekki hafa þessar upplýsingar á heimasíðum sínum.
Samkv. túlkun LN. falla vinnuskólar sveitarfélaga ekki undir kjarasamninga félagsins, enda sé um að ræða sambland af vinnu og námi og að ungmennin séu yngri en 16 ára. Þrátt fyrir það virðast sveitarfélögin vera að setja 16 ára ungmennin undir flokkinn Vinnuskóli. 
Hefðbundin vinna hjá sveitarfélögum  fellur undir kjarasamninga LN við AFL og þar er starfsmönnum raðað niður í launaflokka eftir störfum.
 vinnuskoli

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi