Vinnuskólar / unglingavinna: Bestu launin fyrir vestan
Önnur sveitafélög sem könnunin nær yfir greiða 16 ára unglingum undir 700 kr. á tímann.
Samkvæmt skilningi Launanefndar sveitarfélaganna falla laun ungmenna í vinnu hjá sveitarfélögunum ekki undir kjarasamninga stéttarfélaganna enda séu vinnuskólar sambland vinnu og náms og tómstundarstarfs. Samkvæmt skilningi AFLs þarf því unglingavinna að uppfylla ákveðin skilyrði til að falla undir "Vinnuskólaskilgreiningu" en ef einungis er um að ræða almenna verkamannavinnu eiga laun ungmenna að fara eftir samningi SGA við Launanefndina - eða 838,97 kr. á tímann.
Í síðustu samningum féll út ákvæði um hlutfallsleg laun til unglinga. Slík ákvæði eru í almennum kjarasamningum og eru laun 17 ára 95% byrjunarlauna, 16 ára 90% byrjunarlauna, 15 ára 75% byrjunarlauna og 14 ára 65%.
Ekkert ofangreint sveitarfélaganna greiðir 16 ára unglinum 90% lægsta taxta samninga SGS og LN. Hæst hlutfall er greitt á Suðurfjörðum Vestfjarða og í Grýtubakkahreppi eða um 88% lægstu launa LN og SGS.