AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Svört vinna skekkir samkeppnisstöðu

AFL hefur borist ábending um veitingastað á félagssvæði sem er rekinn með vinnuafli 5 erlendra stúlkna er vinni 6 - 7 klst. hver daglega, 7 daga vikunnar og þiggja fyrir það um 80.000 kr. mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. Starfsfólkið er skráð sem ferðamenn og greiða ekki skatta.

Stúlkurnar greiða sjálfar fyrir farmiða sína til landsins og frá og eru skráðar inn til landsins sem ferðamenn og skila ekki sköttum eða skyldum hér og eru ótryggðar við störf sín.

AFL Starfsgreinafélag hefur árlega síðustu ár þurft að hafa afskipti af málefnum erlendra starfsmanna sem koma árlega til þessa veitingahúss á vegum "vinnumiðlunar" fyrir ungt fólk í viðkomandi landi.

Þegar AFL hafði fyrst afskipti af málefnum starfsfólks staðarins fyrir nokkrum árum var vikukaupið 5.000 kr. og viðveruskylda 24/7. Í fyrra fór formaður og starfsmaður í heimsókn á staðinn með túlk. Til harðra deilna koma á milli aðila og fylgdist starfsfólk skelfingu lostið með.

Fyrir tveimur árum síðan kom faðir einnar starfsstúlkunnar hingað til lands gagngert til að sækja dóttur sína og hafði hún sent textaskilaboð heim þar sem hún bar sig aumlega m.a. vegna ofríkis eigenda veitingahússins sem reyndu að hindra starfsfólk sitt í að hafa samband heim eða við annað fólk.

AFL mun eitt árið enn hafa samband við viðeigandi yfirvöld hér á Austurlandi en síðustu ár hafði það ekki mikil áhrif.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi