AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL um unglingavinnu

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur svarað erindi formanns AFLs er sent var fyrr í mánuðinum. Hjördís Þóra, formaður AFLs, sendi sveitarfélögum á Austurlandi, erindi í kjölfar launakönnunar félagsins hjá vinnuskólum og unglingavinnu á Austurlandi.

Í erindi Hjördísar kemur fram að laun ungmenna í vinnu hjá sveitarfélögunum séu undir lágmarkstöxtum í kjarasamningi SGS og Launanefndar sveitarfélaga en í þeim samningum eru engir unglingataxtar. Jafnframt að í ófrágengnum drögum að samkomulagi aðila frá 2004 um vinnuskóla megi sjá að sveitarfélög geti ákveðið laun einhliða vegna "Vinnuskóla" vegna vinnu unglinga undir 16 ára aldri. Í drögunum er tekið fram að "vinnuskólar" séu sambland af vinnu og fræðslu og að ungmennin séu yngri en 16 ára.

Hjördís óskaði því eftir skýringum sveitarfélaganna á því að 16 ára unglingum sé greitt kaup undir lágmarkskjörum samninga.

Seyðisfjörður, eitt sveitarfélaga, hefur séð ástæðu til að taka erindi Hjördísar fyrir í bæjarráði til þessa og senda svar. Í svari bæjarstjóra, Ólafs Hr. Sigurðssonar, kemur fram að bæjaráð hvetur LN og SGS til að ljúka vinnu við skilgreiningu vinnuskóla. Ennfremur bendir bæjarráðið á að 16 ára unglingum á Seyðisfirði er nokkuð vel greitt fyrir vinnu sína miðað við aðra staði landsins og að þeim standi til boða vinna 7 klst á dag í allt sumar. Bæjarráð svarar ekki sérstaklega spurningu AFLs um það hvers vegna 16 ára unglingar vinna undir lágmarkstaxta en laun hjá Seyðisfjarðarkaupstað eru 75,33% viðmiðunarlauna.

Sjá fyrri umfjöllun AFLs um launagreiðslur í Vinnuskólum / unglingavinnu svo og umfjallanir Einingar Iðju á Akureyri og Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

AFL - umfjöllun

AFL samanburður launa

Eining Iðja - umfjöllun og samanburður

Verkalýðsfélag Vestfirðinga

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi