AFL boðar til kjaramálaráðstefnu
Verkamannadeild AFLs mun gangast fyrir ráðstefnu upp úr miðjum september þar sem kjaramál og endurskoðun launaliða almennra kjarasamninga nk. áramót verða til umfjöllunar auk kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga sem lausir verða í haust.
Á fundi stjórnar AFLs í gærkvöld voru samþykkt drög Verkamannadeildar að kjaramálaráðstefnu auk þess sem staðið verður fyrir starfsdegi starfsfólk grunnskóla og annarra starfshópa eftir því sem tilefni og tækifæri gefast.
Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar en samskonar ráðstefna var haldin sl. haust á vegum AFLs. Frummælandi þá var Þorvaldur Gylfason, prófessor, og Kristján Gunnarsson, formaður SGS, var gestur ráðstefnunnar.
Formaður verkamannadeildar er Jóna Járnbrá Jónsdóttir, trúnaðarmaður hjá Síldarvinnslunni, Neskaupstað.