Vika Símenntunar
Vika símenntunar verður haldin 22. - 28. september nk. Í viku símenntunar verður staðið fyrir kynningum og fræðslu í fyrirtækjum til að vekja athygli á gildi símenntunar á vinnumarkaðnum.
Að þessu sinni verður lögð áhersla á fræðslu innan fyrirtækja og á þá starfsmenn sem minnsta formlega menntun hafa.
Miðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur fyrirtækja og stofnana og er hvatt til að hann verði nýttur til sérstakra kynninga.
Þekkingarnt Austurlands og AFL munu standa sameiginlega að ýmis konar kynningarstarfssemi í viku símenntunar. Dagskrá vikunnar verður kynnt hér á síðunni á næstu dögum.