Sævar Örn nýr yfirtrúnaðarmaður hjá ALCOA Fjarðaál
Sævar Örn er formaður Iðnaðarmannadeildar AFLS og situr í stjórn félagsins. Hann hefur langa reynslu af starfi innan verkalýðshreyfingarinnar og af starfi sem trúnaðarmaður, m.a. hjá Eskju á Eskifirði.
Ingibjörgu, sem var kjörin fyrsti yfirtrúnaðarmaður starfsmanna á fundi fulltrúaráðs starfsmanna í maí, sl., voru þökkuð störf hennar á þessum vettvangi, en hún mun starfa áfram sem trúnaðarmaður. Ingibjörg stýrði m.a. undirbúningi viðræðna um endurskoðun á kjarasamningi starfsmanna, en viðræður hafa legið niðri um skeið.
Eftir fyrsta fund samningamanna félagsins og fyrirtækisins var sett á laggirnar "úrlausnanefnd" með tveimur fulltrúum hvors aðila, og skal nefndin freista þess að leysa úr málum með samráði og samkomulagi. Nefndin hefur í sumar m.a. fjallað um akstur á vaktaskiptum og næturmálsverði.
Sævar og starfsmenn AFLs og RSÍ munu standa fyrir vinnustaðafundum á næstu vikum.