AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Yfirlýsing framkvæmdastjóra AFLs Í kjölfar árása vertsins hjá Café Margaret

cafe_margaretHorst Wolfang Mueller kom fram í fréttum í gærkvöld og sakaði mig m.a. um atvinnuróg og útlendingahatur og ýmislegt fleira. Staðreyndir málsins eru m.a. þessar:
  •  Margoft hefur þurft að hafa afskipti af launamálum og framkomu veitingahaldara á Café Margaret í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum var gerð sátt við Vökul Stéttarfélag (eitt stofnfélaga AFLs) vegna launa starfsfólks það sumar. Eitt mál er í innheimtuferli.
    • Fyrir þremur árum komu starfsmenn Vökuls á Café Margaret til fundar við starfsfólk. þeim fundi lyktaði með því að starfsfólkið yfirgaf staðinn með Vökulsfólki eftir deilur við vertann. 
    • Í fyrravor kom faðir einnar starfsstúlkunnar gagngert til landsins til að sækja dóttur sína eftir að hún sendi neyðarkall með sms heim – m.a. vegna framkomu og ofríkis vertsins. 
    • Þegar AFL leitaði upplýsinga hjá skattyfirvöldum í júlí mánuði í ár, kom í ljós að enginn starfsmanna Café Margaret var á staðgreiðsluskrá. Ennfremur hefur kaffihúsið ekki skilað stéttarfélagsgjöldum eða öðrum launtengdum gjöldum af starfsfólki sínu öll þau ár sem kaffihúsið hefur starfað. Þ.m.t. lögbundnum greiðslum í lífeyrissjóði og sjúkrasjóði.
    • Það var í dag staðfest af Vinnumálastofnun að enginn starfsmanna Café Margaret hefur fengið úthlutað kennitölu í ár. Síðastliðin ár hefur starfsfólk staðarins komið inn á skrár í byrjun júní.
    • Afsakanir og útskýringar vertsins um seinagang kerfisins halda ekki því á meðan stúlkurnar vinna þarna án þess að greiða skatta og skyldur og njóta réttinda sjúkrasjóðs félagsins eru þær ótryggðar og óverndaðar. Því má bæta við að flest íslensk fyrirtæki ná að uppfylla þessi skilyrði þrátt fyrir seinagang sama kerfis! Því má loks bæta við að það hefur tekið samkvæmt upplýsingum mínum 7 – 14 daga að fá úthlutað kennitölu og ef miðað er við að stúlkurnar séu ráðnar til starfa í mars – apríl ætti að vera nægur tími til að ganga frá formsatriðum áður en þær mæta til starfa.
    • Það má gefa ýmsar útskýringar og réttlætingar en það breytir ekki þeirri staðreynd að vinna starfsfólks með því tagi sem þarna hefur viðgengist eru brot á lögum um atvinnurétt útlendinga og brot á skattalögum og ennfremur brot á lögum um Stéttarfélög og vinnudeilur, brot á lögum um lífeyrissjóði og svo mætti áfram telja.
    • Í fréttum í gær gaf vertinn í skyn að afskipti AFLs væru af persónulegum toga og vegna fyrri samskipta. AFL varð ekki til fyrr en fyrir ári síðan og vissi ég persónulega ekki um þetta kaffihús fyrr en um svipað leyti – eða þegar ein starfstúlkna þaðan og faðir hennar komu á skrifstofu mína snemma í júní í fyrra. Einu samskipti mín við manninn hingað til voru þegar hann öskraði og æpti á mig og túlk AFLs þegar við fórum í vinnustaðaheimsókn þangað í fyrra.
    • Yfirlýsingar um útlendingahatur mitt tek ég ekki alvarlega – enda frekar staðið í því að vernda rétt erlends verkafólks en að hatast við það. Reyndar hef ég tvisvar á síðustu misserum verið fenginn til að fjalla um réttindi útlends vinnuafls á alþjóðlegum ráðstefnum. Í annað skipti á ársfundi norræna byggingamannasambandsins í Helsinki 2006 og síðan á Eures ráðstefnu í Reykjavík í fyrra.
    • Það að atvinnurekandi telji mig óhæfan til minna starfa tek ég sem komplimenti. Framkoma Horst Mueller á skrifstofu minni í gær er grátlegur vitnisburður um þennan mann.
    • Vera má að það þyki sæmandi í Þýskalandi að ryðja skrifborð þeirra er maður deilir við og að hreykja sér síðan af því. Í mínum huga varð maðurinn sér til skammar og missti stjórn á sér. Mér virtist þetta vera manngerð sem æpir og öskrar á fólk af frekju og yfirgangi en um leið og hann mætir mótstöðu þá lyppast hann niður; hann er kannski vanari að beita þessum yfirgangi við ungar stúlkur sem hræðast hann.
    • Hafi einhver ætlað að svívirðingar þær sem hann jós yfir mig og aðra nærstadda hafi fokið í stundaræsingi má benda á að hann kom vandlega undirbúinn og m.a. með minnisblöð þar sem hann hafði látið þýða svívirðingar á íslensku. Á meðal uppáhaldssvívirðinga Muellers er „Dreckschwein“ sem hann hafði þýtt sem „skítursvín“. Að aka 320 km til að koma þessari skoðun sinni á framfæri segir allt sem segja þarf.

    einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi