AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Raunfærnimat: Málmgreinar og Rafiðnaður

Á næstu vikum hefst í Fjarðabyggð verkefni sem sérstaklega var styrkt úr mótvægisaðgerasjóði og fjallar um raunfærnimat í járniðnaðargreinum og rafiðnaðargreinum. Verði góður árangur af verkefninu má búast við að það verði yfirfært til annarra hópa.

Raunfærnimat er aðferð fyrir þa sem komnir eru út á vinnumarkað til að fá færni sína, þekkingu og menntun, metna til eininga í formlegu námi. Að loknu raunfærnimati liggur fyrir hvað einstaklingurinn þarf að ljúka mörgum einingum eða áföngum til að ákveðnum áfanga, t.d. sveinsprófi.

Í verkefninu sem nú er að hefjast verður lögð áhersla á einstaklinga sem starfað hafa í járniðnaði og rafiðnaði um skeið án þess að hafa tilskilin fagréttindi.

Sambærileg verkefni sem unnin hafa verið í Reykjavík og á Reykjanesi hafa skilað góðum árangri og við raunfærnimat kemur yfirleitt í ljós að einstaklingarnir búa yfir meiri færni og þekkingu en þeir sjálfir gerðu sér grein fyrir og ekki er óalgengt að fólk hafi fengið metnar um eða yfir 30 einingar af formlegu námi.

Þekkingarnet Austurlands annast raunfærnimatsverkefnið og hefur fengið aðstöðu í gamla Landsbankahúsinu á Reyðarfirði, þar sem ALCOA hafði skrifstofur - en mun flytjast yfir á Búðareyri 1 er húsið hefur verið standsett.

Umsjónarmaður verkefnisins er Einar Sveinn Árnason, náms-og starfsráðgjafi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi