Samflot í sveitarfélagasamningunum?
Starfsdagur AFLs var vel sóttur og var þetta í annað sinn sem félagið efnir til slíks fagdags fyrir starfsfólk grunnskólanna. Guðmundur Ingi Sigurbjörnsson, skólastjóri, fjallaði um persónuleg samskipti og einelti. Þá fjallaði Helga M. Steinsson, verkefnisstjóri Fjölmenningarseturs Íslands, um fjölmenningarlegt umhverfi í skólastarfi.
Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, fjallaði um kjaramál.
Í starfshópum voru fagleg mál rædd og komu ábendingar og tillögur frá hópunum sem félagið mun vinna úr og koma áleiðis til skólastjórnenda og nota sem veganesti í komandi kjarasamninga.
Skólaliðar og stuðningsfulltrúar eru mikilvægur hluti skólastarfs og það þarf að vinna að viðurkenningu á hæfni þeirra og faglegu framlagi til skólastarfsins.
Niðurstöður umræðna á Starfsdeginum verða áfram til skoðunar hjá faghópum félagsins.