AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands

Aðalfundur Starfsendurhæfingar AusturlandsÍ dag var haldinn fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands sem var formlega stofnuð 14. nóvember 2007. Alls njóta nú 30 einstaklingar þjónustu StarfA og á næstu vikum tekur til starfa hópur á vegum StarfA á Hornafirði. Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands.

Starfsendurhæfing AusturlandsÁrsfundurinn var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði og urðu nokkur vanhöld á fulltrúum á fundinn og má nefna að fulltrúi Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu sat fastur vegna skriðufalla í Þvottárskriðum.

Í skýrslu stjórnar kom fram að með gerð þjónustusamnings við Tryggingastofnun fyrir hönd félags-og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, hefur fjárhagslegur grundvöllur StarfA miðað við núverandi starfssemi verið tryggður næstu misseri.

Starfsendurhæfing AusturlandsÍ stjórnarkjöri voru þau Sverrir Albertsson, AFL Starfsgreinafélag, og Helga Jónsdóttir, Fjarðabyggð, endurkjörin til stjórnarsetu en skipt er um hluta stjórnar ár hvert. Endurkjörin til varastjórnar voru þau Kristín Björnsdóttir, VR, og Jón Kristján Rögnvaldsson, Höfn. Aðrir í stjórn eru Anna Guðný Árnadóttir, Fljótsdalshérað, Eyjólfur Guðmundsson, FAS og Þórarinn Baldursson, HSA. Aðrir varamenn í stjórn eru Þorsteinn Steinsson, Vopnafirði, Björn Hafþór Guðmundsson, Djúpavogi og Ólafur Sigurðsson, Seyðisfirði.

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi