AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Athugasemd við frétt!

Í tilefni fréttar ríkisútvarpsins í gær vill AFL Starfsgreinafélag taka fram eftirfarandi:

„Félög kljúfa sig úr SGS“ er villandi fyrirsögn og gefur til kynna ósætti innan Starfsgreinasambands Íslands og að AFL fari þar fyrir klofningsarmi. Slíkt er alrangt en það sem birt er í fréttinni er að öðru leyti rétt og rétt eftir framkvæmdastjóra félagsins haft.

Ástæða þess að AFL og ef til vill fleiri félög íhuga að halda samningsumboði sínu vegna komandi kjarasamninga við launanefnd sveitarfélaga er í raun þríþætt:
1. Vegna frétta um „þjóðarsátt“ án þess að upplýsingar liggi fyrir  um mögulegt innihald slíkrar sáttar hafa fjölmargir félagsmanna okkar er vinna samkvæmt samningum SGS og LN farið fram á að félagið héldi samningsumboðinu og þannig yrðu það forystumenn félagsins sem öxluðu ábyrgð á komandi samningum. Félagsmenn AFLs hafa áhyggjur af því að „þjóðarsáttin“ bitni á þeim umfram aðra hópa sem þegar hafa lokið kjarasamningum á árinu.
2. Það hefur verið yfirlýst stefna Launanefndar sveitarfélaga að aðeins einir samninga séu í gildi við öll sveitarfélög önnur en Reykjavík og því hefur samflot verkalýðsfélaga í samningum verið eðlilegt. Samstaða sveitarfélaganna hefur hins vegar rofnað og flest stærri sveitarfélaga landsins, sérílagi á höfuðborgarsvæðinu, hafa bætt í aukagreiðslum við laun sinna starfsmannanna. Félagsmenn okkar sjá litla ástæðu til samflots um sumt en ekki allt – sérstaklega launaliðinn.
3. Allt til ársins 2001 voru samningar við sveitarfélög í höndum félaganna á hverjum stað og samninganefndir voru skipaðar fólki sem vann störfin sjálf og þekkti aðstæður. Nokkurrar gagnrýni hefur gætt síðustu ár á þá leið að ekki sé lengur tekið tillit til sérstöðu  og sérstakra aðstæðna sem gilda víða m.a. vegna strjálbýlis og mannfæðar.

Frétt Rúv var því rétt í öllum aðalatriðum en gat gefið til kynna ósætti annan SGS. AFL Starfsgreinafélag vill af því tilefni taka fram að félagið á ekki í neinum ágreiningi við forystu SGS né endurspeglar umræða um samningsumboð á neinn hátt vantraust á þeirri forystu.


einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi