AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Þokkaleg mæting á kjaramálaráðstefnu

img_4034Rösklega 50 félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags eru skráðir á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem hefst klukkan fjögur í dag - en m.a. síldarfrysting setur strik í reikninginn hvað varðar mætingu - en frysting er í fullum gangi víða á félagssvæðinu. Á ráðstefnunni verður unnið að kjaramálaályktun félagsins og stefnumótun AFLs í kjaramálum næstu missera.

Framsögumenn um kjaramál verða Guðmundur Ólafsson, lektor, og Illugi Gunnarsson, þingmaður, en síðan munu félagsmenn ræða kjaramál í minni hópum og undirbúa kjaramálaályktunina. Í fyrramálið verður verðlagseftirlit til umfjöllunar hjá Henný Hinz, hagfræðingi ASÍ, svo og símenntun og raunfærnimat í umsjón Iðunnar Kjartansdóttur.

Ráðstefnunni lýkur seinnipart á morgun.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi