AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinnusöm kjaramálaráðstefna að baki

img_4007Í gær lauk kjaramálaráðstefnu verkamannadeildar AFLs Starfsgreinafélags eftir tveggja daga fundarhöld. Ráðstefnan var að mati Jónu Járnbrár, formanns deildarinnar, mjög ánæguleg og mikið unnið í umræðuhópum. Ráðstefnan sendi frá sér ályktun um ástand efnahagsmála en fjallaði þar að auki um efnhagsmál og starfsmenntamál og raunfærnimat á Austurandi.

img_4025Frummælendur í umræðu um efnahagsmál voru þeir Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, og Illugi Gunnarsson, þingmaður. Guðmundur ræddi m.a. stöðu gjaldmiðilsins og möguleika á upptöku Evru eða tengingar launa við Evru. Þá fjallaði hann um stöðu almennings sem þæði laun í íslenskum krónum en væri háð verðlagi sem breyttist með breyttu gengi krónunnar og greiddi af verðtryggðum lánum.

img_4027Illugi Gunnarsson, þingmaður, fjallaði um greiðsluerfiðleika fólks sem fjárfesti m.a. með erlendum lánum en varaði við víxlverkunum verðlags og launa. Hann sagði að það hefði vantað upp á regluverk fyrir bankana þegar þeir urðu "frjálsir". Illugi varaði við því að einblýna á Evruna því enn vantaði mikið upp á þau efnahagslegu skilyrði er Evrópska myntbandalagið gerir skilyrði um.

Að loknumframsögum unnu ráðstefnugestir í umræðuhópum og img_4054fjölluðu um efnahagsmál og útlit í kjaramálum. Talsmenn hópanna komu síðan saman fyrir kvöldverð, er félagið bauð upp á í Jósafatshúsi, og undirbjuggu drög að kjaramálaályktun.

Dagskrá laugardagsins hófst með framsögu Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur, formanns AFLs Starfsgreinafélags, sem fjallaði um komandi kjarasamninga og útlit kjarabaráttu vetrarins. Síðan fjallaði Henný  Hinz, hagfræðingur ASÍ, um starf verkalýðshreyfingarinnar í verðlagseftirliti og kynnti ýmsar niðurstöður kannana. Að lokinni framsögu Hennyar, fjallaði Iðunn Kjartansdóttir, náms-og starfsráðgjafi Iðunnar fræðaseturs, um raunfærnimat og hvaða gildi það hefur fyrir almennt launafólk.

Að loknum hádegisverði voru síðan pallborðsumræður, þar sem í hóp frummælenda bættust þeir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og Sigurður Ólafsson, fræðslustóri ALCOA Fjarðaáls.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi