AFL: Símenntunarverðlaun 2008
"AFL starfsgreinafélag hlýtur Símenntunarverðlaun Þekkingarnets Austurlands 2008 fyrir markvissa endurmenntunarstefnu sinna félagsmanna.
Verðlaunin eru veitt í tilefni Viku símenntunar 22. til 28. september 2008. Verðlaunin eru nú veitt í annað sinn en við val á fyrirtæki/stofnun var miðað við þátttöku starfsmanna í símenntun, starfsmannastefnu og virka hvatningu og stuðning fyrirtækis/stofnunar til starfsmanna sinna"
Framkvæmdastjóri AFLs tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins og sagði að stjórn félagsins væri
einhuga um að efla og styðja félagsmenn AFLs til dáða í mennta-og fræðslumálum og félagið hefði varið mikilli orku og talsverðum fjármunum til þessa málefnis. Jafnframt þakkaði hann ÞNA fyrir góða samvinnu við námskeiðahald og annað starf.