AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kortlagningu heimilda að ljúka!

thumb_gisli_sverrirGísli Sverrir Árnason, stjórnsýslufræðingur, hefur í sumar unnið að kortlagningu heimilda um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi á vegum AFLs. Vinnu hans er að ljúka og kynnir hann lokaskýrslu sína á fundi á Gistiheimilinu á Egilsstöðum nk. föstudag kl. 14:00.

Haustið 2007 boðaði AFL til málþings um sögu hreyfingarinnar á Austurlandi og í framhaldi þess málþings fól stjórn AFLs Gísla Sverri að skrásetja þær heimildir sem hann hefði upp á,

hann fór um Austurland í sumar og heimsótti söfn, skrifstofu félagsins, heimili og einkasöfn.  

Í leit hans rak á fjörurnar ýmis gögn sem áður voru talin týnd, s.s. fundargerðarbækur og muni og minjar sem fundust á einkaheimilum og í kjöllurum og háaloftum. Í næstu viku munum við kynna árangurinn og hvaða gögn vantar enn en þar má nefna að enn hafa fundargerðarbækur Árvakurs á Eskifirði ekki fundist.

Gísli kynnir lokaskýrslu sína á föstudag á Gistiheimilinu á Egilsstöðum kl. 14:00 og er öllu áhugafólki frjálst að mæta. Þátttaka tilkynnist til Gyðu, starfsmanns AFLs á Egilsstöðum, 4700 304, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi