AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ráðvillt og dofin þjóð!

Stjórn AFLs sat á fundi þegar Geir Haarde, forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í dag. Stjórnarmenn setti hljóða. Ekki síst í ljósi þess að ekki hafði verið óskað samráðs við verkalýðshreyfinguna í aðdraganda þessarar ákvörðunar. En þrátt fyrir sambandsleysi milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um helgina réttir ASÍ út höndina:

 Í ljósi þeirra alvarlegu atburða sem nú eiga sér stað í íslensku fjármálalífi tekur Alþýðusamband Íslands undir þær áherslur ríkisstjórnarinnar að hagur almennings og fyrirtækja verði tryggður eins vel og kostur er. Alþýðusambandið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við ríkisvaldið til að varðveita almannahagsmuni á þessum erfiðu tímum. Nú ríður á að allir leggist á eitt til að fjármálalegum stöðugleika verði náð sem fyrst. Sjá vef ASÍ

Ljóst er að nú mun reyna á, sem aldrei fyrr, samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar því búast má við að hart verði sótt gegn kjörum almennings og áunnum réttindum, með það að réttlætingu að verið sé að vinna bug á þjóðarmeini og að allir verði að taka þátt.

Stjórn AFLs telur engann veginn ásættanlegt að láglaunafólk taki á sig kjaraskerðingar umfram þær hremmingar sem ganga yfir með hækkandi vöruverði og gengisfalli. Efnhagsörðugleikar sem dynja á Íslandi sem og nágrannalöndum verða ekki raktir til óhófs eða kröfugerða launþegasamtaka heldur græðgi og ófyrirleitinna áhættufjárfestinga. Það að láglaunafólk komi til með að borga brúsann er sárara en tárum taki.

Það verður að vera meginkrafa launafólks í landinu að hér komi allir að verki og enginn sé stikkfrír. Ofurlaun og launaauka þarf að nema úr gildi. Siðvæðing verður að eiga sér stað. Kalla skal menn til ábyrgðar.

Með illu skal illt út reka.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi