AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skrifstofur lokaðar - starfsmenn stilla saman strengi

Skrifstofur félagsins verða lokaðar í dag vegna fundar starfsfólks. Svarað verður í síma 4700 300 til klukkan 16:00 í dag og verður Ragna Hreinsdóttir, verkefnisstjóri AFLs við símann. Annað starfsfólk mun koma saman í húsi félagsins á Djúpavogi.

 

Á fundi starfsfólks AFLs mun formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, fara yfir atburðarrás síðustu daga með samstarfsfólki og skýra afstöðu forystu verkalýðshreyfingarinnar. Jafnframt mun starfsfólk fara yfir verklag félagsins komi til alvarlegra áfalla í atvinnulífi á félagssvæðinu og undirbúa aukna upplýsingagjöf til félgsmanna.

Starfsfólk AFLs hefur verið mjög virkt í endurmenntun síðustu ár og m.a. sótt námkeið í áfallahjálp og þjónustu við félagsmenn í erfiðleikum - og virðist því miður sem þörf verði á þeirri kunnáttu rætist svartsýnustu spár samfélagsrýna.

AFL Starfsgreinafélag mun gefa út sérstakt upplýsingarit á næstu dögum með leiðbeiningum um ýmislegt er kann að henda við erfiðleika í atvinnulífi og fjármálum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi