- Röðun starfa í launaflokka.
Launaflokkur 1 |
Almennt verkafólk |
Tímakaupsfólk á hótelum og veitingahúsum. |
Sauðfjárslátrun S1 (Almennir starfsmenn í sláturhúsum). |
Launaflokkur 2 |
Ræsting. |
Vaktmenn. |
Launaflokkur 3 |
Aðstoðarfólk í mötuneytum. |
Almennt iðnverkafólk. |
Starfsfólk í alifuglaslátrun. |
Aðstoðarfólk án reynslu við tamningar. |
Sauðfjárslátrun S2 (Vinna slátrara (skotmanna, skurðarborðsmanna, fyrirristumanna, |
fláningsmanna, innanúrtökumanna) og vinna við gortæmingu á vömbum, matráðskona |
vinna í frystiklefum og við flutning á kjöti úr og í frystiklefa). |
Launaflokkur 4 |
Starfsfólk í stórgripaslátrun. |
Sauðfjárslátrun S3 (Starfsmenn með mikla starfsreynslu við slátrun, |
sem lokið hafa sérstöku námskeiði, þar af að hluta bóklegu námi í iðnskóla og verklegri |
þjálfun í svína- og nautgripaslátrun í Hróarskeldu eða sambærilegu námi innanlands að mati |
samningsaðila). |
Launaflokkur 5 |
Almennt fiskvinnslufólk. |
Almennt starfsfólk við fiskeldi. |
Almennt starfsfólk veitinga- og gistihúsa. |
Launaflokkur 6 |
Sérhæft iðnverkafólk sem unnið getur sjálfstætt og fela má tímabundna verkefnastjórnun |
Sérhæft starfsfólk í kjötvinnslu með námskeið, sjá skilgreiningu launaflokka. |
Almennir sorphirðumenn |
Almennir starfsmenn á vélaverkstæðum og í járn- og málmiðnaði. |
Almennir byggingaverkamenn. |
Matráðar. |
Sérþjálfaðir starfsmenn hótela og veitingahúsa sem geta unnið sjálfstætt, sýna |
frumkvæði og fela má tímabundna verkefnaumsjón. |
Starfsmenn sem sinna útistörfum og afgreiðslu á bensínafgreiðslustöðum. |
Verkamenn á smurstöðvum, ryðvarnarskálum og dekkjaverkstæðum. |
Ræstingafólk í vaktavinnu. |
Launaflokkur 7 |
Sérhæft fiskvinnslufólk. |
Sérhæft starfsfólk við fiskeldi og hafbeit. |
Starfsmenn á bensínafgreiðslustöðum sem jafnhliða sinna úti- og kassastörfum og vinna að |
staðaldri hluta hverrar vaktar við afgreiðslustörf í verslun og á kassa. |
Launaflokkur 8 |
Sérþjálfaðir byggingaverkamenn. |
Sérhæfðir sorphirðumenn. |
Launaflokkur 9 |
Sérhæft fiskvinnslufólk með viðbótarnámskeið. Sérhæfðir aðstoðarmenn iðnaðarmanna með mikla faglega reynslu. |
Sérhæfðir aðstoðarmenn iðnaðarmanna með mikla faglega reynslu þ.m.t. á járn- og vélaverkstæðum. Vaktstjórar (kassamenn) sem sérstaklega eru ráðnir sem |
umsjónarmenn á vakt auk þess að sinna sölu og kassastörfum. |
Almennir starfsmenn afurðastöðva. |
Launaflokkur 10 |
Matráðar sem stjórna einum eða fleiri aðstoðarmönnum. |
Tamningamenn með reynslu |
Tækjastjórnandi I.(stjórnendur lyftara með allt að 25 tonna lyftigetu, m.v. 0,6 m hlassmiðju, |
sem lokið hafa áskildu grunnnámskeiði skv. reglum nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna |
vinnuvélum. |
Stjórnendur vörubifreiða með meirapróf allt að 10 tonnum |
Launaflokkur 11 |
Mjólkurbílstjórar. |
Launaflokkur 13 |
Vinnuvélstjóri II (Stjórnendur vinnuvéla með fyllstu réttindi, mikla starfsreynslu hjá viðkomandi fyrirtæki, við vinnu á stærstu tækjum og/eða hlutdeild í stjórnun. |
Stjórnendur dráttarbíla. |
Bifreiðastjórnendur sem annast fermingu og affermingu bifreiða, sem flytja sekkjavöru s.s. |
fóður, sement og áburð. |
Bifreiðastjórar með tengivagn sem annast fermingu og affermingu bifreiðar og tengivagns). Stjórnendur vörubifreiða yfir 10 tonnum. Bor- og hleðslumenn í jarðgöngum (borflokkur). |
Olíubílstjórar. |
Launaflokkur 17 |
Hópbifreiðastjórar. |
Fiskeldisfræðingar frá Hólaskóla. |
Tamningamenn með tveggja ára nám frá Háskólanum á Hólum eða eftir sambærilegt nám. |