- Laun unglinga undir 18 ára aldri.
Laun 17 ára eru 95% af byrjunarlaunum 18 ára.
Laun 16 ára eru 90% af byrjunarlaunum 18 ára.
Laun 15 ára eru 75% af byrjunarlaunum 18 ára.
Laun 14 ára eru 65% af byrjunarlaunum 18 ára.
Aldursþrep ungmenna (starfsmanna undir 18 ára aldri.) miðast við fæðingarár.
Á gildistíma núverandi kjarasamnings skulu þeir 16 og 17 ára unglingar sem vinna skv. bónuskerfi í fiskvinnslu, eða í fiskvinnslu þar sem tekin hefur verið upp föst bónusgreiðsla vegna þess að afköst eru vélstýrð, ekki taka lægri laun en skv. 18 ára taxta.