AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Unnt að kalla ráðherra til ábyrgðar

Landsdómur er æðsti dómstóll sem unnt er að kalla saman til að fjalla um embættisfærslur ráðherra. Dómurinn hefur aldrei verið kallaður saman síðan hann var settur á stofn 1905. Dómurinn er skipaður 15 fulltrúum sem þar sem 5 eru þeir hæstaréttardómarar sem lengstan hafa starfsaldur, dómstjórinn í Reykjavík og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og að auki 8 fulltrúar kosnir af alþingi.

Félagsmaður AFLs hafði samband við félagið og sagði að það væri nauðsynlegt að kanna hvort ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð en þar segir í annarri grein:  "2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu." (4/1963)

Það er aðeins í höndum alþingis að höfða mál á hendur ráðherra vegna embættisglapa. Hefur landsdómur Dana verið kallaður saman fjórum sinnum, síðast 1995 eftir stjórnarskipti en þá stefndi nýr þingmeirihluti ráðherra innflytjendamála fyrir landsrétt.

Félagsmaður AFLs er vakti athygli á málinu, benti jafnframt á að svo virtist sem vitneskja um bága stöðu bankakerfisins og fyrirsjáanlegur hruni þess hefðu að öllum líkindum legið fyrir um hríð án þess að gripið hefði verið til aðgerða til að koma í veg fyrir það tjón sem nú hefði dunið á þjóðinni.

sjá umfjöllun um landsdóm

sjá lög um ráðherraábyrgð

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi