AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Svartur dagur á Egilsstöðum

MalarvinnslanÁ fundi með starfsfólki Malarvinnslunnar, stærsta verktakafyrirtækis á Austurlandi, tilkynnti stjórnarformaður fyrirtækisins, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, að fyrirtækið væri komið í þrot og starfssemi legðist af í dag eða strax eftir helgi. Tæplega 100 manns hafa unnið hjá Malarvinnslunni síðustu mánuði en 160 starfsmenn voru í sumar þegar þeir voru flestir.

Malarvinnslan á sér langa sögu eða frá 1980. Fyrirtækið hefur verið starfandi í mörgum deildum og annast m.a. slitlagsgerð og klæðingu í vegagerð, malbiksframleiðslu, einingaverksmiðju, rekstur vörubíla og vinnuvéla, byggingadeild, þungaflutninga og jarðvinnslu og starfssemi þessu tengdri.

Í framsögu stjórnarformanns kom fram að viðskiptabanki Malarvinnslunnar hefði annast fyrirgreiðslu vegna greiðslu launa við síðustu mánaðarmót en hafnað frekari fyrirgreiðslu. Fram kom að stjórn þess taldi sig þurfa lánafyrirgreiðslu upp á 300 milljónir til að hafa það af í vetur - ef samningar tækjust við helstu birgja og kaupleigufyrirtæki. Sú aðstoð fékkst ekki og var þá rekstrinum sjálfhætt. 

Fulltrúar AFLs og VR voru á fundinum og upplýstu félagsmenn sína um réttindi og viðbrögð við þessum tíðindum. Þá mætti fulltrúi Vinnumálastofnunar og fór yfir skráningarferil vegna atvinnuleysisbóta.

Starfsmenn Malarvinnslunnar voru síðan á spretti í dag við að ljúka malbikun vegaframkvæmda sem staðið hafa um nokkurt skeið á Lagarási, í miðbæ Egilsstaða, þannig að ekki væri flakandi sár og ógrágengin gata eftir sem grafskrift fyrirtækisins.

Starfsmenn Lýsingar hafa verið á Egilsstöðum síðust daga við að meta tæki og tól sem Lýsing á en Malarvinnslan var með á leigu og hefur stærstum hluta tækjabúnaðar fyrirtækisins verið safnað saman í lokað port. Búast má við að talsverður hluti vélabúnaðar verði fluttur á brott.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi