AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinátta og gleði á Pólskum dögum á Reyðarfirði

Pólskir dagarPólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Hátíðin hefst kl. 17, föstudaginn 21. nóvember, í Grunnskóla Reyðarfjarðar með fjölbreyttri menningar- og tónlistarhátíð. Við setninguna flytja stutt ávörp bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir og ræðismaður Póllands á Íslandi, Danuta Szostak.

Auk ljósmyndasýningar með myndum frá Póllandi verða á föstudag haldnir tónleikar með pólska söngvaranum Elzbieta Arsso og síðar um kvöldið verður sýnd kvikmyndin Katyn, eftir pólska leikstjórann Andrzej Wajda, sem hlaut m.a. tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir myndina.

Á laugardag hefjast hátíðarhöldin með unglistahátíð kl. 13 í Grunnskóla Reyðarfjarðar, þar sem börnin á staðnum segja ævintýri, sýna eigin listaverk og bjóða upp á pólska leiki og spurningakeppni. Klukkan 15 hefst vináttulandsleikur í fótbolta í Fjarðabyggðarhöll milli starfsmanna og verktaka Alcoa. Að leik loknum verður boðið upp á pólskar kökur. Hátíðinni lýkur svo með kynningu á pólskri háðsádeilu og gamanlist.

Að Pólskum dögum standa fyrirtækin Launafl og VEH vélaverkstæði sem starfa sem undirverktakar Alcoa í álverin u og Sómi, starfsmannafélag Alcoa Fjarðaáls. Styrktaraðilar Pólskra daga eru AFL Starfsgreinafélag og Alcoa Fjarðaál.

Allar nánari upplýsingar veita Beata Marczak í síma 840 7224, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða Guðgeir Sigurjónsson framkvæmdastjóri VHE í síma 843 8810, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi