Viðræður við sveitarfélögin á Austurlandi.
Fyrsti fundur í samninganefnd AFLs við launanefnd sveitarfélaga var haldinn s.l þriðjudag en eins og kunnugt er þá fer AFL með samningsumboð í viðræðunum við sveitarfélögin á félagssvæðinu. Á fundinum voru kröfur félagsins kynntar og fóru fram lítils háttar umræðum um nokkrar þeirra, farið var yfir umboð og samninganefndir. Kynnt var samningamarkmið LN, sem eru þau að standa vörð um atvinnuöryggi starfsmanna sveitarfélaga. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn 1. desember.
Viðræðunefnd vegna samningaviðræðna við Launanefnd sveitarfélaga eru:
- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
- Sverrir Mar Albertsson
- Sara Guðfinna Jakobsdóttir
- Guðbjörg Friðriksdóttir
- Sigríður Dóra Sverrisdóttir
- Ásta Á Halldórsdóttir
- Ólöf Jóhanna Garðarsdóttir